Gut Oggau er lífleg víngerð í smábænum Oggau í Burgenland í Austurríki, sem Eduard og Stephanie Tscheppe hófu árið 2007. Þegar þau byrjuðu að vinna með vínin tóku þau eftir því að hvert vín virtist svo lifandi með sinn eigin persónuleika að þau ákváðu að búa til merkimiða sem miðuðust við persónuleikann í hverri flösku. Þannig bjuggu þau til vínfjölskyldu og hverju víni er gefið nafn eins fjölskyldumeðlims. Vínin með andlitunum eru nú í dag heimsfræg og er vel þess virði að skoða verk þessarar skemmtilegu víngerðar.