Alessandro Viola er með litla víngerð vestur af Palermo á Sikiley og gildir sú hugsjón að leyfa víninu að lifa með náttúrunni. Víngerðin er algjörlega laus við skordýraeitur og efnablandaðan áburð. Alessandro Viola og fleiri náttúruvíngerðir á Sikiley hafa rutt veginn fyrir ungu víngerðarfólki og í dag eru 90% af öllum nýjum víngerðum á Sikiley náttúrulegar.
Vínin hans Alessandro eru sannkölluð bóndavín. Hann er á móti stóriðju í víngerð og tekur sem dæmi hvítvín sem eru eins tær eins og vatn. Sannkölluð hvítvín eiga ekki að vera svona tær. Með fjöldaframleiðslu og þessum mikla tærleika tapast bragð, lykt og karakter.
Alessandro sækir mikil áhrif til Jura í Frakklandi og leggur áherslu á að víngerð hans ber þess keim. Eikuð vín skuli ekki bera þess keim að hafa legið lengi í eik og fersk sýra skal einkenna vínin. Vínin skulu því vera öflug en einnig fínleg og talsvert létt að drekka.