Sylvian Bock er margslunginn og fjölhæfur vínbóndi, en er honum oft líkt við vínin hans sem bera sömu eiginleika. Vín hans eru auðþekkjanleg vegna fjörugra merkimiða flaskna hans og er hann Sylvian þekktur fyrir tilraunir hans á samgerjun og seinkuðum útgáfum ef ákveðnar tunnur ákveða að fara krókaleiðir sem hann sér ekki fyrir. 

Hann býr í Ardéche í Rhone dalnum sem Sylvian kýs að kalla “Norðrið suður Frakklands”. Hann hefur verið að búa til sín eigin vín í tæp 15 ár og eru vín hans sveitaleg og sálarrík. Vínberin sem hann ræktar helst eru á basalt- og kalksteinsjarðvegi, þar sem helstu þrúgurnar hans eru Grenache, Syrah, Merlot og Gamay. Hann bætir aldrei súlfíti eða brennisteini við vínin sín og honum finnst verulega skemmtilegt ap notast við kolsýrða gerjun sem tryggir mikinn ferskleika í vínum hans.

 

Sylvian Bock

Sýnum 1 af 1 vörum

Týpa Hreinsa
Framleiðendur Hreinsa
Verð Hreinsa
kr
kr
Sía og flokka

Sía og flokka

1 Niðurstaða

Týpa
Framleiðendur
Verð

Allt að 4.800 kr

kr
kr
Sýnum 1 af 1 vörum
  • Trou Blanc 2023
    Víngerðarmenn

    Trou Blanc 2023

    Venjulegt verð
    4.800 kr
    Verð
    4.800 kr
    Venjulegt verð