Tom Lubbe, Nýsjálendingurinn skrautlegi, fluttist ungur að aldri til Suður-Afríku þar sem hann þróaði ást sína á suðrænni víngerð. Í dag er hann eigandi og víngerðarmaður víngerðarinnar Domaine Matassa í Roussillon-héraði í Suður-Frakklandi þar sem hann hefur verið að rækta vín frá árinu 2003.
Tom á um 14 hektara af vínekrum, aðallega með hefðbundnum katalónskum þrúgum eins og Carignan, Macabeu, Grenache, Grenache Gris, Muscat d'Alexandrie og Muscat de Petits-Grains.
Domaine Matassa hefur náð miklum árangri og er orðin fyrirmyndarvíngerð fyrir marga unga náttúruvínframleiðendur sem leitast eftir að framleiða vín með svalari stíl og meiri spennu í bragði. Vínin hafa mikið geymsluþol og bjóða upp á mikla drykkjuskemmtun.
Tom gerir vínin eins og hann vill hafa þau - hvítvínin eru alvarleg með hvassa skinnsnertingu þrátt fyrir mikinn ferskleika, og rauðvínin eru fislétt og þæginleg í drykkju.