Um okkur

Allsber.is er heimili náttúruvína á Íslandi þar sem landsmenn geta heimsótt vefsíðuna og keypt vín að sínu vali án nokkurra vandræða. Okkar markmið er að bjóða upp á handgerð gæðavín sem hafa ekkert að fela - Allsber vín.
Sendingar
Við bjóðum upp á þægilegar sendingar í gegnum Dropp.

Með Dropp geturðu sótt pöntunina þína á þeim tíma og stað sem hentar þér best.

Pantanir sem berast fyrir kl. 11:00 frá þriðjudegi til föstudags ættu að berast samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir eftir kl. 11:00 eru afgreiddar næsta virka dag. Lokað um helgar.
Opnunartímar fyrir afhendingar
Við erum með tilviljanakenndar opnanir á lagernum okkar á Eyjarslóð. Best er að fylgjast með Instagram til að sjá hvenær er opið eða senda okkur skilaboð á allsber@allsber.is
Pantanir utan opnunartíma
Þegar pantað er utan opnunartíma er hægt að sækja vöruna næst þegar við erum með opið, eða láta senda hana með Dropp.

Einnig er alltaf hægt að hafa samband við okkur – við gerum okkar besta til að leysa málið! Sendið línu á allsber@allsber.is eða skilaboð á samfélagsmiðlum.
Vínsmakkanir
Við bjóðum upp á vínsmökkun fyrir fyrirtæki og hópa af öllu tagi, best er að hafa samband í tölvupósti fyrir frekari upplýsingar

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð í gegnum formið hér fyrir neðan við svörum þér fljótlega
Við vinnum með og seljum vín frá helstu innflytjendum náttúruvína á Íslandi.