Tissot víngerðin er ómissandi nafn í Jura héraðinu en eru Bénédicte og Stéphane Tissot talin vera ein þau bestu í bransanum. Tissot fjölskyldan hefur framleitt vín í gegnum margar kynslóðir í þorpinu Arbois og Bénédicte og Stéphane hafa haldið hefðinni áfram með sínum einstaka stíl og nálgun.
Bénédicte og Stéphane framleiða úrval af vínum, þar á meðal Chardonnay, Savagnin, Pinot Noir og Poulsard. Vín þeirra eru þekkt fyrir glæsileika, jafnvægi og fínleika og þau eru mjög eftirsótt af vínáhugamönnum um allan heim.
Þau eru þekkt fyrir ástríðu sína gagnvart víngerð og náttúrunni og eru talsmenn þess að búa til vín með engum inngripum og leyfa vínunum að tjá sitt sanna eðli.
"Vín gert af ást og ástríðu getur einungis skapað tilfinningu"
"Lífið er svo vel búið til að ef við tölum um náttúruvín, þá eru engin tvö eins vín á jörðinni, ólíkt iðnaðarvínum sem öll líta eins út"