Í pökkunum eru bæði vín sem hægt er að kaupa á síðunni og einnig flöskur sem ekki eru í boði á heimasíðunni. Þannig, jafnvel þótt þú sért dyggur Allsber-unnandi, er alltaf möguleiki á að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi í klúbbnum.
Reikna má með að í hverjum pakka sé eitt rauðvín, eitt hvítvín og þriðja vínið gæti verið rósavín, gulvín, freyðivín eða eitthvað þar á milli.
Enginn binditími er á pökkunum!
Stemmingspakkinn
Þrjú sérvalin vín sem henta jafnt byrjendum sem og þeim sem vilja kanna undirstöðuatriðin í náttúruvínum.
Í pakkanum eru þrjú vín sem hvert fyrir sig endurspeglar einstaka eiginleika. Þessi pakki er fullkomin leið til að kynna sér heim náttúruvína á skemmtilegan hátt
Nördapakkinn
Þrjú sérvalin vín fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína og njóta náttúruvína á hærra stigi. Fullkomin fyrir vínáhugafólk sem leitar að ríkri upplifun.
Hvert vín í pakkanum er einstakt dæmi um handverk víngerðarmanna sem leggja áherslu á sjálfbærni, sérstöðu og einstaka smekkvísi ómissandi fyrir þá sem vilja upplifa náttúruvín í sinni bestu mynd.