Domaine L'Ausseil er staðsett í Latour de France, litlu þorpi í hjarta Roussillon í suður Frakklandi, og er rekið af Jacques de Chancel. Jacques var heillaður af þessu svæði, þar sem hann varð ástfanginn af gömlum vínekrum sem ræktuðu Grenache Noir, Carignan og Syrah.
Samhliða ástríðu sinni fyrir víni er Jacques einnig mikill aðdáandi Edith Piaf söngkonu. Það var þessi tvíþætta ástríða sem varð til þess að nafnið og stofnun Domaine de l'Ausseil var innblásið af. Nafnið "Ausseil" er upprunnið frá tungumálinu oksítaníska, sem þýðir "fugl" en eins og glöggir hafa séð þá notast Jacques við fallega teiknaðan fugl á merkimiðum sínum. Sem heiður til Edith nefndi hann upphafsvínin sín „P'tit Piaf“ sem eru hans frægustu vín.