Axel Prüfer er fæddur og uppalinn í Austur-Þýskalandi en flutti ungur til Suður-Frakklands til að hefja feril í víngerð. Hann settist að í Languedoc héraði árið 2003 þar sem hann stofnaði víngerð sína Kirsuberjartímabilið (Le Temps des Cerises).
Það er ekki auðvelt að framleiða viðkvæm og fersk vín úr eins heitu umhverfi og er í Languedoc en Axel nær því ár eftir ár. Vínberjatínsla á réttu augnabliki og viðkvæm snerting í kjallaranum skipta sköpum og leggur Kirsuberjartímabilið allt í sölurnar til þess að vera eins nákvæm og hægt er miðað við aðstæður hverju sinni. Hann framleiðir dýrindis vín á náttúrulegan hátt með eins lítilli íhlutun og mögulegt er - mörg vína hans eru án viðbætts brennisteins. Að mati Axels snýst víngerð um að láta vínberin tjá sitt sanna eðli.
Skemmtileg staðreynd um Axel er að landamæri víngarðanna hans eru dreifð með mannahárum sem hann safnar frá hárgreiðslustofum í nágrenninu til að fæla villisvín á svæðinu frá því að borða vínberin. Menn deyja ekki ráðalausir í Frakklandi!