Hjónin frumlegu Julia og Antoine settust nýverið að í þorpinu Arbois í hjarta Jura héraðsins og stofnuðu víngerðina sína Les Valseuses. Þau eru miklir heimsborgarar en Antoine er fæddur og uppalinn í Loire dalnum í Angers, þar sem hann þróaði ást sína á vínum. Hann hefur sankað að sér reynslu héðan og þaðan þar sem hann hefur ferðast heimshornanna á milli. Hann hitti Julia í Brasilíu, og eftir ævintýramennsku þeirra féllu þau fyrir Arbois og létu draum sinn rætast með því að stofna víngerð.
Vínin þeirra endurspegla þau sjálf, þau segja sögur og eru iðandi af lífi með miklar tilfinningar. Vínin hafa verið að gera garðinn frægan í Japan og sömuleiðis í Frakklandi með sínum frumlegu merkimiðum og gæðavökva.
Skemmtileg staðreynd, en öll vínin frá þeim eru skírð í höfuðið á lögum eða tónlistarbylgju sem eru í uppáhaldi hjá hjónunum.